02.03.1938
Neðri deild: 12. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1446 í B-deild Alþingistíðinda. (2150)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Ólafur Thors:

Það er aðeins stutt aths. — Ég skal ekki gera frekar að umræðuefni ummæli hv. 3. þm. Reykv. viðvíkjandi vinnulöggjöf, að öðru leyti en því, að það hlýtur að vera mjög veigamikið atriði í þessu sambandi, að löggjöf um þetta efni hefir legið fyrir Alþ. ár eftir ár, svo að þjóðin öll, og þá ekki sízt þeir aðiljar, sem eiga væntanlega að búa við slíka löggjöf, hafa ekki aðeins haft tækifæri heldur og skyldu til þess að kynna sér þetta mál í höfuðatriðum. Nú sagði hv. þm., að það þyrfti ekki lengi að bíða eftir umsögn verkamanna um frv. sjálfstæðismanna, því aðstaða þeirra til þess væri þekkt. Hann sagði líka, að það væri mjög auðvelt að átta sig á þeim breyt., sem væru á væntanlegu frv. stj. frá frv. sjálfstæðismanna. Frá þessu sjónarmiði er sýnilega hægt að afgreiða málið fyrrivaralaust af hendi verkalýðsfélaganna, en þessi einu rök, sem hann færði, að þessi aðili ætti að geta komið með sjálfstæðar umsagnir um málið, falla fyrir þeim rökum, sem ég færði fram, að það hafi ekki aðeins verið rétt, heldur skylt þessum aðilja að kynna sér þetta mál, þar sem það hefir legið fyrir hverju þingi á fætur öðru.

Ég skil það vei, að hv. þm. leiði það hjá sér, hvort örðugra er að dæma um mál, sem búið er að liggja fyrir 4 þingum. heldur en að gera fyrirvaralaust upp á milli forseta og voraforseta Alþýðusambandsins í þeim ágreiningi, sem þar liggur fyrir, þar sem borið er á annan, að hann hafi svikið flokkinn til hægri, en hinn, að hann hafi svikið hann til vinstri. Ég skil, að það sé óþægilegt fyrir hann að þurfa að viðurkenna hér á Alþ., að hann hafi sjálfur heimtað af verkalýðnum skjót svör og skýr, án allra gagna, í þeirri miklu og örlagaríku deilu, sem er innan Alþfl., en telji hinsvegar, að þessum sömu mönnum, sem eiga að gefa þessi skýru svör, sé öldungis ókleift að gefa nokkur svör í máli, sem þeir eru búnir að hafa fyrir framan sig í mörg ár.

Út af því, sem hv. 5. þm. Reykv. sagði, vil ég segja það, að hann leggur nokkuð skakkan skilning í mín orð um afgreiðslu fjárl. Ég sagðist vera andvígur fjárl. eins og þau eru, en ég teldi, að þeir aðiljar, sem töldu fært að afgreiða fjárl. eins og þau voru afgr. 21. des. síðastl. ár, telji það líka fært að afgreiða þau þannig nú. Ég get ekki viðurkennt, að bollaleggingar hv. þm. um væntanlega heimskreppu séu full rök fyrir því, að Alþ. fari nú, af þeim ástæðum, að gera nýjar samþ. um ný útgjöld, því það er það, sem hann ætlast til. Það er ekkert, sem liggur fyrir um, að við Íslendingar þurfum að óttast lægra verð á fiski en 711 kr. né lægra verð á síldarolíu en 9–10 pund. (EOl: Hvað var það 1935?). Var þá kreppa? Kreppan var í Bandaríkjunum 15121), og sú kreppa fór að mestu leyti framhjá Íslandi. Hv. þm. hlýtur að vita, að saltfisksverð það, sem við eigum nú að búa við, stafar af öðrum ástæðum.

Ég get vel skilið, að maður eins og hv. þm. og hans skoðanabræður, sem eiga enga ósk heitari en að níða niður virðinguna fyrir þingræði og lýðræði, vilji, að þingið sitji 4–5 mánuði, til þess að hann geti fengið tækifæri til að slá því föstu með enn meiri rökum, að þingið sé ekkert annað en skrípaleikur. Það var ekki til þess að auka virðingu fyrir þinginu eða til þess að fegra blæinn á því. þegar við fengum kommúnista inn á þing. Það væri þó enn raunalegra, ef komúnistar fengju ráðið því, að þingið í einu og öllu yrði eins og þeir óska, að það verði. En það veit hver þm., að það er vandfarið svo um göturnar, að hugsandi borgarar setji ekki út á hvernig Alþ. sé orðið. Þetta er órækur vottur um það, að þingið þarf að breyta starfsháttum sínum, ef það ætlar að halda virðingu þjóðarinnar. En frumskilyrðið fyrir því að lýðræði geti haldizt í landinu, er að menn glati ekki virðingunni fyrir A1þ. Alþ. getur nú stuðlað að því með því að taka rögg á sig og ljúka við að afgr. fjárl. í þessum mánuði.