27.04.1938
Neðri deild: 55. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1455 í B-deild Alþingistíðinda. (2169)

Þingseta varaþingmanna

*Ólafur Thors:

Hæstv. forseti hefir úrskurðað þetta mál, og en sé því ekki ástæðu til að hafa langar umr. En þegar hv. 1. þm. Rang. segir, að sjálfstæðismenn sinni þingstörfum verr en nokkur annar flokkur, verður því ekki látið ómótmælt. Það er ekki aðeins rangmælt hjá hv. 1. þm. Rang., heldur sagt gegn befri vitund. Ég er alveg óhræddur við, að slíkt mál sé rætt og rannsakað. — Það mundu sjálfsagt koma fram einhverjar vanrækslusyndir hjá sjálfstæðismönnum, en öðru er ekki til að dreifa, og þar er ég óhræddur við samanburð flokksins við aðra hv. þingflokka.

Hitt er annað mál, að ýmsu er ábótavant um form þingsins. Og ég hefi aldrei sagt neitt um það, að ég væri þar sýknari en aðrir. Ég ætla ekki heldur að deila á hv. 1. þm. Rang. persónulega fyrir þá hluti, jafnvel þó að hugsazt gæti, að þess væri einhver kostur.

En það væri kannske fullkomin ástæða til að halda hinn fram, að við sjálfstæðismenn uppfyIlum ekki nógu vel skyldu okkar sem stjórnarandstæðingar, að deila á stjórnina fyrir allt það, sem hún fremur vítavert eða vanrækir. — Öfugmæli þingmannsins hafa við engin rök að styðjast.