25.03.1938
Neðri deild: 34. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í C-deild Alþingistíðinda. (2249)

6. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Sveinbjörn Högnason:

Ég get gefið þær upplýsingar frá fjhn. um þetta frv., sem er flutt af hv. 6. þm. Reykv., að þar sem farið er fram á aukin útgjöld fyrir ríkið, eða sama sem, tekju. missi fyrir það, þá hefir n. ekki séð sér fært að ganga inn á það. Það hefir verið til umr. í n., en fulltrúi útvegsmanna í n. hefir ekki viljað ganga inn á, að útvegsmenn tækju þetta á sig, og á því hefir það enn strandað, að þetta frv. væri afgr. í n., þó það hafi verið þar til athugunar um nokkurt skeið.