02.05.1938
Neðri deild: 59. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í C-deild Alþingistíðinda. (2261)

6. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Frsm. meiri hl. (Stefán Stefánsson):

Fjhn. sr ekki sammála um afgreiðslu málsins. Eins og nál. ber með sér, vill meiri hl. fella frv. Hv. þm. G.-K. hefir skilað sérstöku nál., hv. þm. Ísaf. gerir ráð fyrir að bera fram brtt. við frv., en þær eru ekki fram komnar.

Frv. fer fram á að breya l. um tekju- og eignarskatt. Í l. er svo ákveðið, að þeir, sem taka fæði og húsnæði hjá öðrum, skuli reikna fæðið til tekna og síðan greiða skatt af þessum tekjum eins og öðru kaupgjaldi, er þeir fá. Í þessu frv. er farið fram á, að eigi sé skylt að reikna til tekna fæði skipverja á skipum, og er það alveg án tillits til þess, hvort þessir menn fá hærri eða lægri laun, hvort þeir eru einhleypir eða fjölskyldumenn, og það á eins að gilda. hvort þeir fá 2 eða 9 þús. kr. tekjur, eins og stýrimenn á strandferðaskipunum hafa nú, þótt þeir hafi gert verkfall og heimtað kauphækkun. Meiri hl. fellir sig ekki við að taka þetta upp í l. og vili sízt af öllu, að farið sé að gera þannig upp á milli stétta að því leyti að setja sjómenn og þá, er taka fæði sitt þar, hærra en landverkamenn og þá. er taka fæði sitt þar. Það er vitaður hlutur, að sjómenn eru sú stétt, sem jafnan ber meira úr býtum en landverkamenn, og er því ekki ástæða til að gefa þeim að þessu leyti undanþágu, sízt þeim mönnum, sem segja má, að hafi há laun, a. m. k. miðað við þær launagreiðslur, er menn eiga yfirleitt við að búa, þar sem sumir þessara manna hafa 5–9 þús. kr. tekjur. Ég gæti ef til vill gengið inn á svona undanþágu, ef hún ætti að gilda almennt fyrir alla, er fá fæði hjá öðrum, hvort sem er á sjó eða landi, og það næði aðeins til þeirra, er lágar tekjur hafa, en á engan hátt til þeirra, er hafa hærri laun. Meiri hl. n. vill því ekki ganga inn á frv. í því formi, sem það hefir nú, og leggur því til, að það verði fellt.

Ennfremur má minna á það, að ef frv. verður samþ., þá hefir það í för með sér allverulega tekjurýrnun fyrir ríkissjóð, og má sízt gera ráðstafanir, sem að því miða, á þeim tímum, er nú standa yfir.

Ég vil svo að endingu endurtaka það f. h. meiri hI. n., að hann leggur til, að frv. verði fellt.