07.04.1938
Neðri deild: 43. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í C-deild Alþingistíðinda. (2309)

7. mál, vitabyggingar

*Bergur Jónsson:

Ég vil segja fáein orð út af aths. hv. þm. Borgf. Hann er hættur að ræða málið með nokkrum rökum, enda kominn í mesta bobba. Hann ásakaði mig fyrir að hafa sagt, að kastað væri fé í vitabyggingar. Það mætti nú leiða sönnur að því í ýmsum tilfellum, en þó að það sé kannske óvarlega orðað, er það ekki mikil óvarkárni hjá því, að hv. þm. Borgf. viðurkennir, að hann hafi í 10 ár stutt ríkisstj. í því að stela úr eigin hendi 1 millj. kr. í ríkissjóðinn.