02.05.1938
Efri deild: 59. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 320 í B-deild Alþingistíðinda. (233)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Forseti (EÁrna):

Út af þessu vil ég taka það fram, að það er samkomulag um það á milli mín og hv. frsm. fjhn., að það þurfi ekki að flytja brtt. við frv. til þess að leiðr. þetta. Ég hefi þegar talað um málið við skrifstofuna, og verður að skoðast, að það sé fullkomlega heimilt, samkv þessari yfirlýsingu hv. frsm., að þessu verði breytt þegar frv. verður prentað sem l., að þá komi 41/2%, en ekki 41/2%. En nú hefir komið fram brtt., eins og allir hv. þdm. vita, sem er með sömu villu; og væri þá vitanlega réttara, að sú brtt. væri leiðrétt. Ef hún á annað borð verður samþ., þá þarf málið að fara til hv. Nd., og þá tel ég réttara, að málið fari þannig til Nd., að ekki væri þessi villa í því. Ég vil því ógjarnan bera upp brtt. elns og hún er orðuð.