28.02.1938
Neðri deild: 10. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í C-deild Alþingistíðinda. (2354)

29. mál, jarðræktarlög

*Bjarni Ásgeirsson:

Ég ætla mér ekki að ræða þetta mál ýtarlega, þar sem það var gert á síðast þingi og búast má við, að skoðanir manna á því séu svipaðar og þá. Þetta mál var mikið rætt og olli mikilli misklíð á sínum tíma, þegar l. voru sett. En fyrir samtök og samninga, sem fóru fram af hálfu búnaðarþingsins annarsvegar og Alþingis eða meiri hl. þess hinsvegar um I. kafla l. á sínum tíma, þegar hann var ræddur á búnaðarþingi, þá þykir mér réttast, að þær aðrar breyt., sem óskað er eftir á l., yrðu látnar ganga sömu leið og breyt. á I. kafla, þannig að þegar næsta búnaðarþing kemur saman, þá yrði þetta mál tekið þar fyrir, áður en það yrði tekið til afgreiðslu hér á þingi. Þess vegna ætla ég ekki að ræða þetta mál nú. Ég geri ráð fyrir, að það fari til n., sem ég á sæti i, en þegar þangað kemur, þá býst ég við, að niðurstaðan verði svipuð og á síðasta þingi, að óskað verði eftir, að málið verði látið biða, þangað til næsta búnaðarþing kemur saman.