19.02.1938
Efri deild: 4. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 322 í B-deild Alþingistíðinda. (238)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er shlj. l., sem samþ. voru á síðasta Alþ. um sérstaka tekjuöflun til ríkissjóðs. Mönnum er efni þessara laga svo kunnugt, að ég sé ekki ástæðu til að rekja það eða forsögu þessa máls. En til viðbótar vil ég aðeins taka það fram, að í 4. gr. er nokkuð önnur skipting en verið hefir á því, sem ætlað er til vega af benzínskatti. Ég geri ráð fyrir, að það verði sérstaklega athugað í n., og þá sérstakstaklega í samráði við fjvn., eins og áður hefir verið talað um hér í d. Ég vil svo óska, að frv. verði vísað til 2. umr. og fjhn. að lokinni þessari umr.