11.04.1938
Efri deild: 46. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 327 í B-deild Alþingistíðinda. (243)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil ekki ræða neitt almennt um málið, en kvaddi mér einvörðungu hljóðs vegna þeirra brtt., sem liggja fyrir á þskj. 213, og sérstaklega ákvæði frv. um vegafé í 4. gr. Menn kannast við það hér í d., að þó að þarna sé að finna ákvæði, um notkun benzínskattsins til vega, þá er þetta nú skoðað sem einskonar hluti af fjárl. og fjárveiting til þessara vega, og hlýtur að blandast mjög inn í ákvörðun fjvn. um fjárveitingar til annara vega, og er þess vegna ekki svo gott að slíta ákvæðið um benzínskattinn úr samhengi frá störfum fjvn.

Ég vildi mælast til þess, þar sem fjárl. liggja nú fyrir til 2. umr. í Sameinuðu þingi, og fjvn. af þeim ástæðum heldur ekki verulega fundi — geri ég ráð fyrir — meðan á því stendur, þá vil ég mælast til, að þeir, sem till. fluttu, vildu taka þær aftur til 3. umr. Þá gæfist fjvn. kostur að taka þær til athugunar. Vona ég, að hv. flm. geri það. Fer ég því ekki inn á efni till.