28.03.1938
Neðri deild: 35. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 183 í C-deild Alþingistíðinda. (2456)

71. mál, lóðarnot í Reykjavík

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Við flm. frv. höfum komið okkur saman um að bera fram brtt. við 1. gr. frv., á þskj. 138. Efni brtt. er það, að skýrt sé fram tekið í 1. gr., að það steinhúðaða timburhús, sem reisa skal í Bankastræti, verði ekki stærra að grunnmáli en timburbygging sú, sem nú stendur á þessari lóð. Ég hygg, að ef þessi brtt. yrði samþ., þá væri ekki lengur hægt að halda því fram með rökum, eins og haldið var fram við 1. umr., að frv. myndi auka brunahættuna í bænum, ef það yrði að l. Eldhættan myndi meira að segja verða öllu minni, þar sem þetta nýja timburhús yrði steinhúðað að utan.