11.04.1938
Efri deild: 46. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í B-deild Alþingistíðinda. (247)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Ég þarf í rauninni ekki mörgu að svara þeim aths., sem hér hafa fram komið.

Hv. 1. þm. Reykv. taldi sig mótfallinn því að bæta ofan á annað illt, sem frv. fylgdi, að afnema hluta bæjanna af hátekjuskattinum, er þeir hafa haft. Ég skal í því sambandibenda á, að síðan þessi l. voru sett, hafa komið l., sem sett voru á síðasta þingi, um tekjur sveitar- og bæjarfélaga, þar sem þeim er ætlað margfalt meira fé af tekjum ríkissjóðs en sem þessu munar. Viðhorfið er því talsvert ólíkt þegar af þessari ástæðu. Þá er það ekki rétt hjá hv. þm., að svipta eigi bæina þessum tekjum, ef till. meiri hl. n. verður samþ. Bæirnir eru ekki raunverulega sviptir þessum tekjum, þó að bæjarsjóðirnir séu sviptir þeim, því að féð gengur til þess að auka atvinnuna í bæjunum. (JJós: Vitleysa!) Ég kem að þessu síðar. Annars er meiri hl. af því, sem hv. þm. Vestm. sagði um þessi mál, ekkert annað en vitleysa.

Hv. þm. kvaðst hafa litla trú á fyrirtækjum, sem væru þannig reist sem hér er ráð fyrir gert. Ég skal ekki fara langt út í þá sálma. En togaraútgerðin hefir gengið svo vel hingað til, að vel gæti verið biluð trú manna á því fyrirkomulagi, sem ríkt hefir um þann atvinnuveg, og ekki óeðlilegt, þó að mönnum fyndist reynandi að breyta eitthvað til. Ég hefi ekki trú á framtíð þessa atvinnuvegar, nema hugsað sé til þess, að sem flestir, er að honum starfa, hafi þar hagsmuna að gæta og beri jafnframt nokkra áhættu. Það, að verkamenn og sjómenn gera annarsvegar háar kröfur um kaup, en útgerðarmenn standa hinsvegar á móti, þannig að úr verður stöðug togstreita, verkföll og verkbönn — það er ekki vegurinn til að koma þessum atvinnuvegi á réttan kjöl.

Það, sem hæstv. fjmrh. sagði, að ákvarðanir um úthlutun benzínskattsins hlytu að blandast inn í ákvarðanir um fjárl., tel ég rétt. En úr því í frv. stendur þetta um úthlutunina, verð ég að segja, að sú n., sem um frv. fjallar, verður líka að fjalla um þetta ákvæði, því að enda þótt ég sé kominn í fjvn., get ég ekki skoðað hana sem neina yfirnefnd í málum, sem til annara n. er vísað.

Þá er það, sem hv. þm. Hafnf. sagði. Hann taldi það galla á þessum till. fjhn., að svo liti út, sem enginn kaupstaður landsins myndi njóta neins góðs af þessu nema Reykjavík. Hann taldi hina kaupstaðina missa við þetta fríðindi, án þess að fá nokkuð í staðinn. Hv. þm. skaut því til n., hvort ekki væri rétt að þetta fé rynni í sérstakan sjóð í hverju bæjarfélagi til styrktar atvinnuvegunum þar. Ég vil í því sambandi geta þess, að mest af hátekjuskattinum kemur frá Reykjavík. Reykjavík stendur líka verr að vígi en aðrir kaupstaðir, samkv. ákvæðum fátækral., um að fá framlag úr jöfnunarsjóðnum. Þó er sjálfsagt að taka þessa uppástungu hv. þm. til athugunar, og lofa ég því fyrir hönd n. Aftur sé ég ekki ástæðu til, að till. n. komi ekki til atkv. að þessu sinni, því að þó að hún verði samþ. og n. fallist síðan á hans uppástungu, er ekki ómögulegt að breyta frv. í samræmi við hana. En ég tel rétt, að till. fari til atkv., því að þá er úr því skorið, hvort hv. þingdeild vill verja þessu fé til þeirra hluta, sem hér er ráð fyrir gert.

Hv. þm. Vestm. gat um, að hann tæki aftur brtt. sína um tillag af benzínskatti til vegar í Vestmannaeyjum. Hann gat þess líka, að hann hefði áður orðið við samskonar tilmælum, og hefði þó till. hans síðar verið felld. Í tilmælum mínum um, að hann tæki aftur till. sína, lá ekkert fyrirheit um að verða með þessari till. En af því að n. vill taka sínar till. um benzínskattinn aftur til 3. umr., taldi hún sanngjarnt, að aðrir þm. gerðu slíkt hið sama, svo að hægt væri að afgr. málin öll í einu lagi.

Hv. þm. talaði annars langt mál og deildi fast á hæsta. stj., en sá galli var þar á, að hann virtist vera að tala um annað frv. en það, sem hér liggur fyrir, frv., sem hefir ekki komið fram og er ekki nema í hans hugskoti. Hann talaði mikið um tekjur bæjar- og sveitarfélaga og sagði, að með till. fjhn. ætti að fara að skerða tekjur jöfnunarsjóðs þeirra. Þetta nær engri átt. Hátekjuskatturinn hefir ekki runnið í þennan sjóð, svo að þetta eru staðlausir stafir.

Þá sagði hann, að till. milliþn. þeirrar, sem skipuð var í hitteðfyrra, hafi verið á við og dreif og, að því er mér skildist, tóm vitleysa. Ég tel hinsvegar, að þær till. hafi verið á fullum rökum reistar, og ég man ekki betur en að hv-. þm. greiddi sjálfur atkv. með þeim. En annað mál er það, að meiri hl. fékkst ekki fyrir því hjá þinginu, sérstaklega ekki í Nd., að gera þessar till.l. Og í fyrra var horfið að öðrum ráðum til að koma þessum málum fyrir á sæmilegan hátt.

Annars var einkennilegt að heyra hv. þm. leggja út af því sem einhverjum voða eða jafnvel svívirðu, að hér ætti að fara að skattleggja menn til þess að láta aðra menn hafa féð til útgerðar. Mér hefir nú virzt þessi hv. þm. vera allt eins kröfufrekur og aðrir um stuðning við útgerðina og framlög til annara hluta. Og hvað er gert með allri skattheimtu til fjárveitinga annað en það, að lagður er skattur á vissa borgara landsins, til að framkvæma ákveðin verk eða styðja atvinnuvegi og annað, er þjóðfélaginu þykir rétt að styðja? Því getur þetta ekki verið hin raunverulega ástæða til þess, að hv. þm. er á móti till. n., og ég get fullyrt, að hann hefði ekki einasta viljað styðja þessar skattaálögur til handa útgerðinni, heldur og miklu meiri, ef þetta hefði verið í því formi, sem honum líkaði.

Það má sitt hvað segja um aðbúnað útvegsins, sem hv. þm. talaði um. Það má hafa ill orð um ríkisstj. og flokka þá, er hana styðja, segja, að lítið hafi verið gert gagnlegt o. s. frv., enda sparaði hv. þm. það ekki. En mér sýnist þó ekki sem starfað hafi verið að öðru meira undanfarið en því, að gera ráðstafanir þessum atvinnuvegi til bjargar. Ég býst við, að þingið geri það í þessum efnum, sem fært þykir fjárhagsins vegna. Annars mætti margt fala um þann hugsunarhátt, sem fram kemur í þessum staðhæfingum hv. þm., þó að ég sleppi því. Ef eitthvað fer aflaga um atvinnurekstur eða á öðrum sviðum, þá á allt að vera sök þings og stj.

Hv. þm. spurði, hvað bæjarfélögin ættu að fá í stað þess, sem þau myndu missa samkv. 1. till. fjhn. Ég hefi áður svarað því, að þau fá aukna möguleika til framleiðslu og atvinnurekstrar.

Ég er óviss um, að meira hefði verið gert í þessum málum, þó að hv. þm. hefði haft aðstöðu til að ráða meiru um þau en verið hefir. Það kom líka fram hjá honum, að honum þótti það ekki helzt athugavert, hversu miklu fé væri varið til útgerðarinnar samkv. þessum till., heldur hitt, til hverra því væri ætlað að fara. Hann kvað það broslegt að verja fé til þeirra, sem tækju ekki virkan þátt í útveginum. Ég tel nú, að sjómenn taki tvímælalaust virkan þátt í útveginum, og í þessu liggur víst aðalskoðanamunurinn. Og, eins og ég sagði, ef hægt væri að koma þessu svo fyrir, að því væri líka nokkur ábyrgð samfara af þeirra hálfu, þá myndi það reynast meira bjargráð en það, sem hv. þm. stakk upp á.