29.03.1938
Neðri deild: 36. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 205 í C-deild Alþingistíðinda. (2509)

75. mál, rafveitur ríkisins

*Eiríkur Einarsson:

Ég tók eftir því í ræðu hv. frsm., að hann taldi ógerlegt að ákveða nokkuð fyrirfram um það, hvar rafvirkjunin skyldi byrja. Það yrði að fara eftir „tekniskum“ og fjárhagslegum atvikum. Ég vildi því spyrja, hvort þau atvik, sem hann telur, að verði að ráða þessu, eigi að miðast við rannsóknir á því, hvar þörfin er mest og hvar það borgi sig bezt að byrja á þessu. Þangað til ég fæ að heyra annað, geng ég út frá því, að byrjað muni verða þar, sem skilyrðin eru talin hentugust. Ég veit, að þetta er almennur skilningur manna í þessu máli, og vil því, að þetta komi skýrt fram.