29.04.1938
Neðri deild: 57. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í C-deild Alþingistíðinda. (2604)

117. mál, prófessorsembætti í uppeldisfræði og barnasálarfræði

*Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Eins og ég hefi áður sagt, legg ég höfuðáherzluna á, að óviðfelldið er að setja aukaskilyrði um veitingu háskólakennaraembættis, og þegar tekið er fram í l., að embættið eigi að vera fyrir uppeldisfræði, þá vil ég að enginn vafi sé á því, að uppeldisfræðin eigi að ráða úrslitum um veitingu embættisins. Ég er ekki að segja, að svona ákvæði þyrfti endilega að stórskemma, af þeirri ástæðu, að ég ætla, að háskólaprófessorar muni ekki taka meira tillit til þessara hluta en þarf, en á þessu stigi málsins er það einhver ákveðinn „tendens“ í því að bæta þessu í l. Hv. þm. var nóg að geta um slíkt í umr., þó að hann gerði ekki brtt. við frv. sjálft.