28.04.1938
Neðri deild: 56. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í C-deild Alþingistíðinda. (2623)

120. mál, útvarpsráð

Pálmi Hannesson:

Ég skal ekki tefja umr. Hafa menn athugað það, að um þetta mál er nú verið að ræða á pólitískum vettvangi? Ég vil nú spyrja: Er starfsemi útvarpsins pólitískt mál? Ég vil svara þeirri spurningu neitandi. Það er fyrst og fremst menningarmál, og þess vegna tel ég sjálfsagt, að það fari til menntmn., fyrst allshn. kaus að hafa þá aðferð að bera sig ekki saman við þá n. áður en hún kom fram með frv.

Ég legg þess vegna til, að málinu verði vísað til menntmn. Ég hefi margt við frv. að athuga og mun bera fram við það brtt.