28.04.1938
Neðri deild: 56. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í C-deild Alþingistíðinda. (2624)

120. mál, útvarpsráð

Thor Thors:

Ég vil óska þess, að málinu verði vísað aftur til allshn. til frekari athugunar. Þetta mál fékk ekki nægilega athugun þar, því að það var borið inn í n. með þeim forsendum, að það kæmi frá forsetum Alþ. og undirbúið af skrifstofustjóra Alþ.

Við sjálfstæðismenn höfum margt fleira við rekstur útvarpsins að athuga, og ég vil gjarnan fá tækifæri til að ræða þetta mál nánar við n.

Hv. 1. þm. Skagf. spurði um það, hvort ætti að gera þetta mál að pólitísku máli. Ég vil bara benda honum á, að 1934 var útvarpslögunum breytt í pólitískum tilgangi. Ég sé hinsvegar ekki, að menntmn. sé neitt ópólitískari vettvangur en aðrar n. Alþ. Hún er kosin pólitískt af Alþ., eins og aðrar n. þess.