23.04.1938
Efri deild: 52. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 341 í B-deild Alþingistíðinda. (264)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég skal þegar í upphafi máls míns taka það fram, að ég tek aftur brtt. mína á þskj. 213, en mun hinsvegar halda fram brtt. á þskj. 311.

Ég mun aðallega snúa mér að 4. gr. frv., eins og áður, og verð að segja það, að ég tel mjög illa farið, hvernig þessari gr. er fyrir komið. Vegamál ríkisins eiga samkv. gr. að vera í höndum þriggja þingn., sem toga hver á móti annari og verður þar af leiðandi minna úr verki en skyldi. Þessar n. eru fjvn., sem aðallega skiptir fénu til veganna í landinu, og svo fjhn. Ed. og Nd., sem líka eiga að skipa fyrir um veitingu vegafjárins. Þetta fyrirkomulag er mjög óheppilegt, og hefði átt að vera ákvæði um það í gr., að fjvn. skyldi skipta þessu fé.

Ef það er ætlunin að fara að hækka einhverja þá skatta, er það benzínskatturinn, sem ég ætti erfiðast með að standa á móti að yrði hækkaður, en þó á þann hátt, að nálega öllum skattinum væri varið til viðhalds á vegum landsins. Það er sú skatthækkun, sem ég hugsa, að væri réttmætust, eins og nú er komið, og mætti minnstri andstöðu, því eftir því sem meira verður borgað í skatt þennan, eftir því verður vegunum betur haldið við og slitið minna á bifreiðunum. Einnig næðist með þessu meira jafnvægi í fjárl., því þá þyrfti ekki að verja nema litlu og kannske engu öðru fé til vegaviðhalds. En eigi að haga þessu þannig, að fénu verði skipt upp af sérstakri n. í sérstaka og litt þarfa nývegi, þá getur ekki komið til mála, að ég styðji þessa skatthækkun.

Hvað brtt. mínar snertir, þá býst ég ekki við því, að ég verði neitt óskabarn þessarar n. Hún hefir elns og fyrr hundsað þessar till. og telur heppilegra að dreifa fénu út um andnes og heiðar, og ef ég á að taka frv. eftir orðunum, þá á að byrja á vegalagningu frá Vestmannaeyjum til lands, og hugsa ég, að það þurfi allháa kanta á þeim vegi. Sumir af heiðavegunum, sem fjárins njóta, eru ekki færir nema 23 mán. að sumrinu, en svo fá aðrir hlutar landsins, eins og t. d. Snæfellsnes, engan eyri til vegagerða.

Í frv. er gert ráð fyrir, að lagðar verði 12000 kr. til Steingrímsfjarðarheiðarvegar, sem er sérstaklega fáfarinn. Ég hefði viljað breyta þessu þannig, að í stað 12000 yrðu sett 6000 og svo væri hinum helmingnum varið til Vesturlandsvegar. Og því aðeins er hægt að komast að þessari umtöluðu heiði, að Vesturlandsvegurinn sé fær fyrir bíla. Það hefir oft verið slett einhverri fjárupphæð til vega í hinu og þessu kjördæminu, án þess að samfellt vegakerfi hafi fengizt, og hefir það jafnan verr farið.

Hvað viðvíkur till. minni um Stykkishólmsveginn, vil ég taka það fram, að kauptúnið hefir mikla bílaútgerð, en Kerlingarskarð er mjög illfært bilum, og það jafnvel á sumrin.

Ég hefi vonazt eftir því, að önnurhvor þessara till. minna yrði nú tekin til greina, og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að d, sé svo einsýn á þessa hluti, að hún felli þær. Ef á að bera saman Stykkishólm og Seyðisfjörð, þá mun ekki vera mínni bílaútgerð í Stykkishólmi, en Seyðfirðingar hafa þegar fengið akfæran veg yfir Fjarðarheiði niður í kaupstaðinn. Annars þýðir víst ekki að fjölyrða um þetta frekar. Hér sitja menn ekki til að sannfærast, a. m. k. ekki í þessu máli.