04.05.1938
Neðri deild: 61. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í C-deild Alþingistíðinda. (2642)

127. mál, landssmiðjan

*Flm. (Jón Pálmason):

Fjvn. hefir athugað þessa stofnun eins og margar aðrar. Við sjálfstæðismennirnir í n. teljum eftir atvikum réttast að leggja hana niður, vegna þess að fyrirsjáanlegur er tekjuhallarekstur á henni á næstunni, og líklega því meiri sem lengra liður, a. m. k. ef ekki er ráðizt í stórbyggingar hennar vegna. Það hafa komið upplýsingar um það frá vegamálastjóra, að á næstunni þurfi að auka húsrúm fyrir áhöld og verkfæri vega- og brúagerða, og að ef horfið verði að því ráði að leggja niður starfsemi landssmiðjunnar, megi taka húsnæði hennar til að geyma áhöldin. Þá mætti spara verulega fjárhæð. bæði kostnað við áhaldageymslu og það fé, sem landssmiðjan þarf, ef hún á að haldast við og hús hennar að aukast.

Ég skal ekki fara nánar út í málið. Ég geri ráð fyrir, að frv. verði athugað vandlega í n. Við flm. sjáum ekki þörf á að reka ríkisfyrirtæki á þessu sviði með rekstrarhalla, því að það er til nóg af smiðjum til að vinna verkin, svo að engin vandræði yrðu úr því, þó að þessi smiðja legðist niður.

Ég vil svo leggja til, að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og fjhn.