04.05.1938
Neðri deild: 61. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í C-deild Alþingistíðinda. (2643)

127. mál, landssmiðjan

*Bjarni Bjarnason:

Það má vera, að að því komi, að rétt þyki að leggja niður Landssmiðjuna. En ég gerði grein fyrir því við 2. umr. fjárlfrv., að enn sýndist mér ekki sérstök ástæða til þess. Hingað til hefir landssmiðjan skilað nokkrum hagnaði og greitt vexti af því stofnfé, sem ríkissjóður hefir lagt henni til. Og enn má benda á, að ekki er gott að segja um það. hve mikla þýðingu það hefir fyrir vinnu, að landssmiðjan sé til í þeirri samkeppni. En hún var stofnuð með það fyrir augum, að þar fengist viðgerð á skipum ríkisins.

Ég hefi ekki á taktelnum neinar skýrslur og sönnunargögn, hvaða þýðingu þetta hefir haft, en ég geri alveg fullkomlega ráð fyrir, að einmitt þetta. að hægt hefir verið fyrir ríkið að leita til sinnar eigin stofnunar, hafi beint og óbeint mikla þýðingu fyrir verðlag á vinnu í þágu ríkisins. Því vil ég endurtaka það, að þá fyrst þegar það er sýnt, að landssmiðjan getur ekki borið sig, þrátt fyrir það, þótt búið sé sæmilega að henni, er vitanlega rétt að leggja hana niður. Hvort hún hefir haldið niðri verði á slíkri vinnu, sýnir sig þá vitanlega. Ennfremur þegar til þess kemur að ákveða, hvort skuli byggja fyrir landssmiðjuna, þá kostar það vitanlega mikið fé, en það útilokar á engan hátt, að landssmiðjan geti borgað sig. Ég vildi því vænta þess, að sú n., sem hefir þetta mál til meðferðar, athugi það með mikilli nákvæmni áður en hún leggur til, að landssmiðjan verði þegar lögð niður.