29.04.1938
Neðri deild: 57. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 348 í B-deild Alþingistíðinda. (277)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Þetta frv. er komið frá Ed., og voru þar gerðar lítils háttar breyt. á því, bætt inn í 4. gr. nokkrum liðum, h., i. og j. Sömuleiðis hefir verið gerð út breyt. í Ed. á 2. gr., um hátekjuskatt, að sá hluti hans, sem átti að renna til bæjarfélaga, fari til fiskimálan. til lánveitinga vegna togarakaupa. Þetta eru þær einu breyt., sem gerðar voru á frv. í Ed. N. sá ekki ástæðu til að bera fram brtt. við frv. og mælir með, að það verði samþ. Einn nm., hv. þm. G.-K., hefir skrifað undir nál. með fyrirvara eins og nál. ber með sér, og er fyrirvari hans bundinn við breyt., sem gerð var á frv. í Ed., sem hann telur sig vera andvígan, en hefir hinsvegar ekki borið fram brtt. nm það atriði. Hygg ég, að fyrirvari hans þýði meira, að hann vilji ekki telja sig samþ. þessari ráðstöfun, sem gerð hefir verið, heldur en að hann vilji gera tilraun til að fella það niður. Annars mun hann gera grein fyrir sinni afstöðu um það atriði sjálfur.