10.03.1938
Sameinað þing: 6. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í D-deild Alþingistíðinda. (2781)

49. mál, milliþinganefnd í skattamálum

Einar Olgeirsson:

Ég er samþykkur þessari þáltill., um að nauðsyn sé að endurskoða skatta- og tollalöggjöf landsins. Það er þó eitt atriði í þessari till., sem ég vildi leggja til, að breytt yrði. Það er, að í stað þess, að þrír stærstu flokkar þingsins skuli tilnefna menn í n., komi allir flokkar þingsins. Það er farið að tíðkast, að þrír stærstu flokkar þingsins taki þátt í að kjósa í stjórnir og tilnefna nefndir. Þetta getur stundum verið eðlilegt, en þegar endurskoði á skatta- og tollalöggjöfina, væri rétt, að þar kæmust að allar þær skoðanir, sem uppi eru innan þingsins. Við þm. kommúnista höfum á síðasta þingi borið fram víðtækar brtt. í sambandi við skattalöggjöfina. Ég álít, að í sambandi við athuganir og endurskoðun á skatta- og tollalög gjöfinni væri sanngjarnt, að okkar skoðanir fengju að komast að. Ég flyt þá brtt. við þessa þáltill., að í stað þriggja stærstu flokka þingsins komi allar flokkar þingsins. Ég tel rétt, að öllum flokkum þingsins sé gefið færi á að vinna í þessari nefnd út frá þeim skoðunum, sem til eru, og sjá, að hverskonar niðurstöðu má komast. Fyrst skipuð er mþn. í þessum málum, tel ég betur við eiga, að við kommúnistar fáum að starfa í henni en að við þurfum að flytja hér till., sem síðan verður vísað til n. og aldrei athugaðar neitt. Réttast væri að sjá, að hve miklu leyti má fá samvinnu milli þingflokkanna um skatta- og tollalöggjöfina.