11.05.1938
Sameinað þing: 30. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í D-deild Alþingistíðinda. (2941)

130. mál, fullveldisminning

*Guðrún Lárusdóttir:

Herra forseti! Það er vilji okkar allra, að þau hátíðahöld, sem nú eru ráð­gerð, fari fram sem virðulegast og fegurst. Nú eru horfur á, að þessu máli verði vísað til ríkis­stj., og vildi ég þá beina þeim tilmælum til henn­ar, að hún, þegar hún fer að vinna að þessu, taki til athugunar atriði, sem ég tel miklu varða, að á hátíðisdeginum verði lokað þeim eitur­brunni, sem kemur í veg fyrir allan virðulegan og hátíðlegan blæ. Þetta er mín uppástunga í málinu, og ég vil í þessu sambandi minna á það, að á 1000 ára hátíðinni á Þingvelli hefði orðið annar bragur á framferði þeirra þúsunda, sem þar voru saman komnar, ef ekki hefði verið gripið til þess góða ráðs að loka áfengisverzl­uninni í tæka tíð.