10.03.1938
Sameinað þing: 6. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 229 í D-deild Alþingistíðinda. (2997)

26. mál, bátasmíðastöð á Svalbarðseyri

*Héðinn Valdimarsson:

Hv. flm. virðist nú vera að mestu genginn frá þessari till., sem hann sjálfur flytur. En ég vil aðeins benda honum á, að hann minnkar ekki dýrtíðina í bæjunum með því að flytja atvinnuna þaðan eitthvað annað.

Í sambandi við þetta mál vildi ég beina fyrirspurn til einhverra af ráðh., ef þeir skyldu vera hér einhversstaðar nálægir, hvernig það sé með björgunarskipið Sæbjörg. Mér er sagt, að það sé ekki sjófært. Það er búið að liggja hér nokkuð langan tíma, fyrst í skoðun og síðan í viðgerð. Ég vildi gjarnan fá upplýsingar um þetta. Það mætti a. m. k. taka það til greina, þegar verið er að velja um innlend og útlend skip, hvort þau séu jöfn að gæðum.