10.03.1938
Sameinað þing: 6. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í D-deild Alþingistíðinda. (3018)

52. mál, afnotagjald útvarpsnotenda

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Áður en þessi till. fer til fjvn. vildi ég rifja það upp fyrir þm., að samkv. heimild frá Alþ. hefir verið ráðizt í stækkun útvarpsstöðvarinnar. Þessi stækkun kemur til með að kosta meira en stöðin sjálf. Af þessu leiðir það, að rekstrarkostnaður hlýtur að hækka töluvert. Það er þess vegna ekki hægt að byggja á þeim niðurstöðum, sem urðu á rekstri stöðvarinnar síðastl. ár. Það er vitanlegl. að það er hin mesta nauðsyn að koma fram lækkun á afnotagjöldunum, einkanlega á þeim stöðum, sem kostnaðarsamt er um notkun útvarps að öðru leyti, en ég vil beina því til fjvn. til athugunar, að eins og ég sagði áðan. þá hlýtur stækkunin að hafa áhrif á fjárhag stöðvarinnar, og vænti ég þess, að n. athugi þetta áður en hún fer inn á þá braut að lækka gjöldin.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fara nánar út í málið, en geri ráð fyrir, að tóm gefist til þess, þegar málið kemur frá fjvn., ef ástæða þykir til þess.