11.05.1938
Efri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í D-deild Alþingistíðinda. (3082)

114. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn

Jóhann Jósefsson:

Ég vildi bera upp þá fyrirspurn við hæstv. forseta, hvort þess væri ekki kostur að fá rædda fyrirspurn mína til hæstv. atvmrh. Hún hefir verið oft á dagskrá, en jafnan verið tekin út, og þó að ég viti, að hæstv. atvmrh. hefir mikið að gera, þá hefði ég óskað þess, ef það hefði verið unnt, að fá að ræða þetta mál við hann. Þessi fyrirspurn er um byggingu síldarverksmiðju á Raufarhöfn og er ákaflega mikið áhugamál sjómanna og bátaútvegsmanna.

Ég vildi sem sagt beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að ég gæti fengið að ræða þetta mál við hæstv. ráðh. áður en þingi lýkur.