11.05.1938
Efri deild: 73. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í B-deild Alþingistíðinda. (316)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Páll Hermannsson:

Ég vil benda á í sambandi við niðurlag 4. gr. frv. og brtt. á þskj. 561, að ég efast um, að þægilegt verði að framkvæma þau fyrirmæli, sem þar eru, sem sé um að verja af afgangi benzínfjár 5 þús. kr. til brautarinnar á Suðurlandi. Mér skilst, að það verði ekki fyrr en í árslok 1939, sem það sézt, hver benzínskatturinn verður, og þess vegna gæti orðið hæpið að ákveða þetta fé til ákveðinna vega, því ég lít svo á, að hér sé verið að ákveða það fyrir árið 1939. Svo er komizt að orði um það, sem ganga á til Suðurlandsbrautarinnar, að það skuli ganga þangað 1940. Vil ég því spyrjast fyrir um, hvernig brtt. er hugsuð. Sé hugsunin sú, að það skuli ganga til tengibrautanna 1940, vil ég láta taka það fram, en sé ætlazt til, að vinnan verði framkvæmd 1939, finnst mér geta orðið hæpið, hvort vinnan framkvæmist eða ekki, því ekki mun upplýst fyrr en um áramót, hvort þessi afgangur verður fyrir hendi.