11.04.1938
Sameinað þing: 19. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (34)

1. mál, fjárlög 1939

*Ísleifur Högnason:

Meðflm. minn að till. á þskj. 232, hv. 1. landsk. þm., hefir talað um nokkrar þeirra, en nokkrar hefir hann ekki minnzt á, og vil ég fara um þær fáeinum orðum. Það er þá fyrst 4. till., sem er um Strandveg og Eiðisveg í Vestmannaeyjum, 12000 kr. Eins og kunnugt er, þá liggur Eiðið, sem hefir verið að lækka á síðari árum, alltaf undir skemmdum. Það fékkst þó nokkur viðgerð á því árið sem leið, en hún er ekki fullnægjandi, svo að það verður að bæta þar um enn. Nú er það vitanlegt, og ég hefi rökstutt það áður, að framlag ríkissjóðs til Vestmannaeyja er ekki nærri eins mikið og til annara héraða hér á landi, því að þær fara algerlega varhluta af vegafénu. Þær ættu að fá 11/2—2 millj., ef þær nytu jafnréttis, hvað þetta sertir. En tillag til þeirra mun nema 40—60 þús. kr. Það, sem hér er farið fram á til vegabóta og hafnarmannvirkja í vestmannaeyjum, er því næsta lítið í samanburði við það, sem þær ættu að fá.

Þá er það 6. liður 9. brtt., en þar er lagt til, að framlag til nýrra vita hækki úr 65000 kr. upp í 225000 kr. Það voru fyrir nokkrum dögum umr. um vitamál í Nd., og risu þá upp menn bæði frá Sjálfstfl. og Alþfl., sem kröfðust þess, að öllum þeim tekjum, sem ríkið hefði af vitagjöldum, væri varið til þess að bæta við vitum og tryggja þar með öryggi þeirra skipa, sem sigla við strendur landsins. Ég vænti þess nú, þegar þessi brtt. kemur hér fram að hv. þm. standi við orð sín í Nd., ef þeir þá meina nokkuð með því, sem þeir segja, og samþ. að hækka þetta framlag upp í 225000 kr. Þá mun láta nærri, að allt það fé, sem ríkissjóður fær í vitagjöld, renni aftur til nýrra vita.

Þá er það 7. liður 9. brtt., sem er um það að ábyrgjast fyrir félög útgerðarmanna, sjómanna eða bæjarfélög lán til kaupa á nýjum díeselmótorskipum, 75–150 smálesta. Þessi till. var einnig borin fram sem brtt. við síðustu fjárlög, en fékk þá ekki byr í þinginu nema frá Kommfl. Ég man ekki, hvort það var einn eða tveir þm. aðrir, sem greiddu henni atkv. Ég hefi nú heyrt, að síðan hafi vaxið mjög skilningur manna á því, að nauðsynlegt væri að endurnýja fiskiflotann íslenzka á þessum grundvelli. Þessi skip, sem hér er gert ráð fyrir, að verði veittur styrkur til, dieselmótorskip 75–150 smálesta, finnast varla í íslenzka flotanum. En það er enginn vafi á því, að þessi skip, henta okkur bezt. Það er vegna þess, að 75–150 smálesta fiskiskip þurfa ekki að vera staðbundin við ákveðna verstöð, eins og mótorbátarnir eru nú, en geta flutt sig til eftir fiskigöngu. Á þessum skipum má stunda, ef þau eru réttilega útbúin, allar algengustu fiskveiðiaðferðir hér við land, frá botnvörpu til dragnótaveiða. Það má veiða á þeim í línu og net og einnig stunda síldveiðar á þeim. Auk þess má geta þess, að orkuneysla þessara skipa er mjög mikið minni en þeirra, sem hafa gufuvél. Það eru örfá mótorskip, sem hafa dieselvél. Hinn nýi varðbátur, Óðinn, hefir dieseivél, og eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið, þá er olíueyðslan mjög lítil, svo að hann er mjög ódýr í rekstri. Það er sannast að segja, að árætta ríkissjóðs af þessari till. er ekki mikil, vegna þess að ábyrgðina á að veita fyrir allt að 2/3 kostnaðarverðs skipanna, sem svo á að vera trvggt með 1. veðrétti í þeim. Áhættuféð, 1/3 kostnaðarverðsins, á að koma frá sjálfum eigendunum, svo að áhætta ríkissjóðs vegna þessara kaupa ætti ekki að vera mikil. Það ætti því ekkí að geta hindrað hv. þm. í að greiða þessu atkv. Ef enginn vill hagnýta sér þetta, þá nær það ekki lengra, en ef skipin verða keypt, þá á ríkissjóður að fá 1. veðrétt í skipunum.

Ég ætla svo ekki að eyða fleiri orðum að þessu að sinni. Ég mun ekki taka þessar till. aftur til 3. umr., heldur óska ég, að greidd verði atkv. um þær við 2. umr.