17.03.1938
Neðri deild: 26. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 441 í B-deild Alþingistíðinda. (364)

68. mál, gerðardómur í togarakaupdeilu

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég sé ekki ástæðu til að lengja umræður um þetta mál úr þessu, því að flest er tekið fram. sem máli skiptir. Ég vil þó aðeins minnast á það, sem hæstv. atvmrh. minntist á, að honum þætti leitt, að ekki væri hægt að fresta þessu máli, ef möguleikar kynnu að vera til samkomulags, svo að deilu þessari yrði lokið. Ég get ekki séð muninn á því, hvort deiluaðiljar vildu nú á ný reyna samkomulagsleiðir, t. d. í fyrramálið og á morgun, vitandi, að eftir er aðeins ein umræða um málið og að það verður samþ., eða að l. eru samþ. og þeir þrátt fyrir það leiti samkomulags. Á því er enginn munur. Og þess vegna geta aðiljar leitað samkomulags þrátt fyrir það. þó að lögin verði samþ., því að það er skýrt tekið fram í einni gr., að gangi saman um samninga á þessu tímabili, fellur gerðardómurinn úr gildi fyrir samningum. Lögin um gerðardóm koma þó aldrei til framkvæmda, ef aðiljar semdu á morgun. Þess vegna sé ég ekki, að þetta atriði út af fyrir sig skipti máli.

Það hefir verið talað um það af nokkrum hv. þm., sem hafa beitt sér gegn þessu máli, að ráðizt sé á sjálfsagðan rétt verkalýðsins með þessu frv. Mér þykir leitt að þurfa að vera með endurtekningar, en ég kemst ekki hjá því einu sinni enn að benda þessum hv. þm. á, að ef ráðizt er á rétt verkamanna með þessu frv., þá hafa jafnaðarmenn gert það þrisvar í Danmörku. Ég vil benda þeim hv. þm., sem ekki virðast þekk,ja þetta, á, að á bls. 17 í nál. vinnulöggjafarnefndarinnar, þar sem jafnaðarmenn í nefndinni ásamt framsóknarmönnum taka það fram, að þessa leið hafi jafnaðarmenn í Danmörku þrisvar sinnum farið, samkv. frumvörp um, sem forsrh. þar hefir látið bera fram. í þessi skipti er skipað í dóm samkv. því, sem stendur á bis. 17, þ. e. svo að segja á sama hátt og gert er hér. Hvers vegna réðust kommúnistar í Noregi á þennan hátt á þennan sjálfsagða rétt verkalýðsins, þegar skipaður var gerðardómur með sama hætti 1930? Hvers vegna réðust þeir á rétt verkalýðsins í Frakklandi, þar sem sama var gert, — ef þetta er að ráðast á rétt verkalýðsins? Það ætti að vera óþarfi að endurtaka það, að leið þá, sem Alþfl. hefir bent á, teljum við okkur ekki geta farið, því að það var bent á í bréfi frá sáttasemjara, að lausn deilunnar með samkomulagi sé þýðingarlaust að reyna frekar að ná. Og þá er skilinn eftir partur af deilunni, til þess að skeika að sköpuðu um, hvernig leysist. Og jafnframt er óeðlilegt, að nokkur hluti deilunnar sé tekinn út úr og lögfest kaup, að því er þann hluta snertir.

Að lokum vil ég taka undir þau orð hæstv. fjmrh. að það undrar mig, að ágreiningur skuli vera slíkur milli Alþfl. og Framsfl. um lausn þessarar deilu, þar sem báðir flokkar viðurkenna, að nauðsynlegt sé að leysa dellu þessa með valdi Alþingis. Þetta undrar mig, þar sem ágreiningurinn er ekki meiri en það, að Alþfl. vill ganga inn á þá reglu, sem engu síður er hættuleg, að lögfesta kaupgjald, heldur en að ganga inn á gerðardóm, eins og jafnaðarmenn gera í öðrum löndum, — að þetta skuli valda því, að Alþfl. dregur sinn mann út úr stjórninni. Ég held það sé vafalítið, ef ekki vafalaust, að það, sem þessu veldur, að Alþfl. treystist ekki til að fallast á þessa lausn, er, hvernig málum er þar háttað. Og það vil ég segja til Kommfl. út af þeim ummælum, sem hér hafa fallið, að ef nokkrir eiga þátt í því öðrum fremur að torvelda samvinnuna í stjórninni, þá hafa það verið kommúnistarnir, á þessu tímabili. Það er ástæðan til þess, að verkalýðsflokkurinn hér treystir sér ekki til að ganga inn á þá lausn mála, sem þrisvar sinnum hefir verið farin í Noregi, sem fyrir fáum dögum hefir verið farin þar; þrisvar sinnum í Danmörku, og á árinu 1936 var látin gilda í ýmsum deilum bæði af kommúnistum og jafnaðarmönnum í Danmörku og Frakklandi. Kommúnistar hér á landi hafa beitt sinni áróðursstarfsemi svo mjög, að forvígismenn verkalýðshreyfingarinnar telja hana ekki nægilega sterka til þess, að hægt sé að haga sér á sama hátt og menn í ábyrgum stjórnmálaflokkum, sem standa að ríkisstjórn, hafa gert í öðrum löndum, þar sem verkalýðshreyfingin var nægilega sterk. Í Danmörku gat Stauning sagt við sína menn: Ég verð að ganga inn á þetta, því að ég geng aldrei inn á að vernda slagsmálaréttinn til að eyðileggja þjóðfélagið. Til þess er verkalýðshreyfingin nægilega sterk í Danmörku og ýmsum öðrum löndum, að hægt er að segja hiklaust sannleikann og leiða verkalýðinn þær brautir, sem þjóðarnauðsyn krefur.

Ég ætla svo ekki að segja um þetta fleiri orð. Það hefir verið spurt um það, hvaða tryggingu ég hafi fyrir því, að þessum l. verði fylgt g þarf ekki að svara þessu frekar en ég gerði í Ed. í dag, að ég trúi því ekki, fyrr en ég tek á, að Íslendingar séu á jafnalvarlegu augnabliki eins og nú það ólöghlýðnari heldur en nágrannar okkar, Norðmenn og Danir, að þeir hlýði ekki samskonar lögum eins og þeim hafa verið sett. Það er sú trygging, sem ég fullkomlega treysti á.