21.03.1938
Efri deild: 30. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 449 í B-deild Alþingistíðinda. (380)

44. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

*Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Þetta litla frv. er komið frá Nd. Fjhn. hefir athugað það og borið það saman við gildandi lög. Að því er form þess snertir, getur frv. vel staðizt. Eins og menn sjá, er efni frv. það, að undanþiggja jarðræktartilraunastöðvar, sem reknar eru með opinberum styrk, fasteignaskatti til bæjar- og sveitarfélaga. En úrskurður er fallinn á þá leið, að samkv. l. eins og þau eru nú, eru slíkar stöðvar ekki undanþegnar fastelgnaskatti ef þær eru ekki eign ríkisins, bæjar- eða sveitarfélaga. Fjhn. álítur það sanngjarnt að undanþiggja þessar stöðvar skatti, og mælist því til, að frv. verði samþ.