21.03.1938
Efri deild: 30. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 449 í B-deild Alþingistíðinda. (381)

44. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Mig langar til að benda fjhn. á það í sambandi við þetta frv-., sem ég er að öllu leyti sammála, hvort menn gætu ekki fundið ástæðu til þess ekki einungis að létta af hluta af fasteignaskatti af opinberum tilraunastöðvum, sem reknar eru af ríkinu sjálfu, heldur líka að létta af þeim fasteignaskatti, sem þær nú greiða eftir lögum um fastelgnaskatt frá 1921. Eg hygg, að ekki þurfi að breyta þeim lögum nema lítilfjörlega. Opinberar tilraunastöðvar, sem ættu að vera undanþegnar slíku gjaldi, eru tvær, önnur eign Ræktunarfélags Norðurlands, en hin eign Búnaðarfélags Íslands (stöðin á Sámsstöðum), og hvorugt er hægt að telja opinbera eign eftir þeim skilningi, sem var ríkjandi, þegar fasteignaskatturinn var lögfestur. Mér er kunnugt um. að það sem vakir fyrir háðum þeim tilraunastöðvum — en eftir ósk þeirra er málið hér flutt —, er ekki aðeins að fá létt af þessum skatti, heldur líka þeim skatti, sem þær borga samkv. l. um skattskyldu fasteigna frá 1921. Vildi ég mælast til, að fjhn. tæki til athugunar, hvort ekki væri hægt að taka inn í lögin heimild, sem næði yfir þennan fastelgnaskatt líka, eða breyta 1. frá 1921 og setja inn í upptalningu opinberu fasteignanna, sem þar eru taldar undanþegnar skatti, að gróðrarstöðvarnar heyrðu þar til.