24.03.1938
Neðri deild: 33. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í B-deild Alþingistíðinda. (415)

66. mál, þangmjöl

*Einar Olgeirsson:

Í sambandi við þær upplýsingar, sem hv. þm. Mýr. gaf viðvíkjandi því fjármagni, sem búið er að verja í þetta fyrirtæki, þá verð ég að segja, að mér finnst það síður en svo réttlæta það að veita þetta sérleyfi til 10 ára.

Viðvíkjandi því, sem hv. þm. Barð. sagði, þá er það rétt, að það er ekki eðlilegt að hafa svo langan reynslu tíma eins og 3 ár. Ég vildi því, ef hægt væri að ná samkomulagi um þetta mál, gjarnan ganga inn á að framlengja sérleyfis tímann úr 3 árum upp í 5. Ég mun koma með till. um, að 2. gr. falli burt, ef samþ. yrði að hafa leyfið aðeins til 3 ára. Annars væri það óþarft. Ég vildi því mælast til þess við hæstv. forseta, að mega bera fram skriflega brtt. við brtt. á þskj. 128, að í stað „allt að 3 árum“ komi: allt að 5 árum.