04.04.1938
Efri deild: 40. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (445)

18. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. minni hl. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti! Mér þykir það mjög leitt, að hæstv. ráðh. skuli ekkert hafa gert í því að láta framkvæma þessa þál; því það var ætlun þingsins, eins og sést á niðurlagi hennar, að endurskoðuninni verði lokið svo snemma, að frv. þess efnis verði lagt fyrir næsta þing. Og nú er það upplýst, sem við vitum hér í deildinni, að með þessari till. var ráðh. Hann gerði enga grein fyrir sínu atkv. þá, en nú segist hann hafa verið með henni. Ég geri ráð fyrir, að hann hefði talað fyrir sig sjálfan. Nú segir hann, að afstaða sin hafi verið til þess að koma 2. gr. fyrir kattarnef. Mér þykir leiðinleg þess afstaða hans til frv., ef það hefir vakað fyrir honum að koma 2. gr. fyrir kattarnef. Ég þori að fullyrða, að enginn gerði grein fyrir atkv. sinn, sem samþ. þáltill., að það væri bara til þess að stemma stigu fyrir frv. Til áréttingar því, að það komi sem fyrst að einhverju leyti í framkvæmd, sem felst í þál., samþ. meiri hl. d. brtt., sem felst í 2. gr., og þá sat hæstv. ráðh. hjá. Þá hefir hann ekki ástæðu til að vera á móti því að setja bráðabirgðaákvæði. á eftir í lög, þar til endurskoðuninni væri lokið. Þá situr hann hjá. Og það er búið að samþ. till. og honum finnst ekki ástæða að bíða með að framkvæma lögin þangað til búið er að endurskoða. Hann ýtir ekkert á eftir, hann hefir ekki á móti, hann situr hjá. Nú segir hann, að þetta hafi verið skrípaleikur, en sá skrípaleikur er langsamlega mestur hjá honum sjálfum, sem hvorugt gerir, heldur situr hjá. Mér þykir mjög leiðinlegt að heyra, hvernig hefir orðið með þessar framkvæmdir. En ég vænti, að þessar umr. verði til þess, að lögin verði endurskoðuð.

Ég þarf ekki mikið að segja um brtt. mína; ég hefi áður talað fyrir henni. Það, sem ég legg mesta áherzluna á, eins og hefir komið fram við þessar umr. og meira að segja viðurkennt af hæstv. ráðh., er, að einstakir menn eigi veiðiréttinn og leigi hann út fyrir sig. En til þess að fyrirbyggja misnotkun á veiðirétti var 2. gr. sett, og til að láta það vera skýrt þegar lögin yrðu endurskoðuð, að notuð yrði í ám þau veiðitæki, sem bezt eiga við með tilliti til nútíðar og framtíðar. Ég vænti, að þessar umr. gefi þann árangur, þótt ekki verði annað, að sú endurskoðun — hvernig sem ráðh. vill haga henni — sem þessi deild skoraði á hann í fyrra að láta fara fram og hann sýnist ekkert hafa byrjað á, verði búin fyrir næsta þing.