12.04.1938
Sameinað þing: 20. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í B-deild Alþingistíðinda. (48)

1. mál, fjárlög 1939

Þorsteinn Briem:

Ég skal með örfáum orðum víkja að þeim fáu brtt., sem ég á hér við fjárl. Skal ég þá fyrst víkja að þeirri brtt., sem ég er einn flm. að, við 13. gr. A. II. a. 5., um það, að 3 þús. kr. verði veittar til nýs vegar í Laxárdal. Ég get að vísu getið þess, að fjvn. hefir að nokkru leyti tekið undir ósk mína í þessu efni, með því að hún leggur til á þskj. 216, að veittar verði 2 þús. kr. í þessu skyni. En með því að þörfin er þarna mjög rík fyrir vegabótum, eins og ég hefi sýnt fram á, m. a. á síðasta þingi, þá ber ég fram þessa till. um, að veittar verði að þessu sinni 3 þús. kr. til vegarins. Og vil ég vænta þess, að till. verði tekið með sanngirni, og að því fremur sem síðastl. 3–4 ár hefir ekki verið nein fjárveiting til þessa vegar á fjárl.

Önnur brtt. mín er við 13. gr. A. II. a. 7, um það, að fjárveitingin til Saurbæjarvegar verði hækkuð úr 2500 upp í 3000 kr. Ég og fleiri hafa sýnt fram á hina miklu vegabótaþörf á þessum stað. Þessi vegur er mjög fjölfarinn, og er einn af þeim svo nefndu rútuvegum, þar sem tvö sýslufélög fyrir utan mitt kjördæmi eiga þar hlut að máli, sem sé Barðastrandarsýsla og Lagafrumvörp samþykkt. Fjárlög 1939 (2. umr.). Strandasýsla, er eiga mjög mikið undir því, að þessi vegur sé vel fær yfir sumartimann. Ég vil því vænta þess, að þessi litla hækkun, sem ég fer fram á, fái sanngjarnar undirtektir hér á Alþingi.

Þá er það loks þriðja brtt., sem ég flyt ásaml hv. þm. V.-Sk. og hv. 1. þm. Rang. Hún er við 12. gr. 17., um bálstofu. Í fjárlfrv. því, sem hér liggur fyrir, eru veittar 10 þús. kr. til byggingar bálstofu í Reykjavík, en við flm. leggjum til, að þessi fjárveiting sé bundin því skilyrði, að bálstofusalurinn sé til frjálsra afnota prestum Reykjavíkurprestakalls til guðsþjónustuhalds eftir nánara samkomulagi sóknarnefndar og bálstofustjórnar. Eins og mönnum er kunnugt, gerði síðasta Alþ. ráðstafanir til þess, að prestum yrði fjölgað hér í Reykjavík um tvo, og er öðrum þessara nýju presta ætlað að starfa í austurhluta bæjarins. Nú hefir sá prestur, sem þar starfar, ekkert kirkjuhús, heldur hefir hann fengið að láni til bráðabirgða salarkynni í skóla inn við Laugar, en óvíst er, hvort þess er kostur að fá þar húsrúm framvegis. Nú stendur svo á, að bálstofan mundi ekki verða notuð á helgum dögum, og gæfist því þar gott tækifæri til þess að nota salinn einmitt í þessu augnamiði. Og ég vil mega vænta þess, að gott samkomulag gæti tekizt milli bálstofustjórnar og sóknarnefndar um það, hvernig skipt skyldi. þátttöku í viðhaldi, húsvörzlu og öðrum starfrækslukostnaði, þannig að söfnuðurinn greiddi fyllilega að sínum hluta þann aukakostnað, sem af þessu leiddi. Þetta yrði því til léttis fyrir bálstofuna, en auk þess mundi það í bráðina verða til kostnaðarléttis fyrir hinn aðiljann, og þegar báðir geta haft hag og hlunnindi af þessu, þá vil ég vænta þess, að till. fái góðar undirtektir Alþ.