31.03.1938
Efri deild: 37. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 480 í B-deild Alþingistíðinda. (484)

58. mál, mat á matjessíld og skozkverkaðri síld

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. þetta er flutt að tilhlutun síldarútvegsnefndar, eins og getið er um í grg. þess. Það fer fram á, að lögfest verði mat á matjessíld og skozkverkaðri síld. Sjútvn. hefir athugað þetta frv., og er hún sammála um, að nauðsyn beri til að lögfesta mat á þessum tegundum saltsíldar. Ég vil geta þess, að ég lit þannig á, að það sé mjög til athugunar, hvort ekki ætti að lögbjóða mat á allri útflutningssíld. Hinsvegar hefi ég ekki ástæðu til að bera fram brtt. við þetta frv. um það efni, vegna þess, að það gæti tafið fyrir því, að þetta frv. næði fram að ganga, en ég vil ekki vera valdur að því. Ég hefi því afráðið að gera enga brtt. við frv.

Hvað einstakar gr. frv. snertir, þá er n. sammála um að gera engar brtt. við þær nema 3. gr. Það er tilætlunin með þessari löggjöf, að síldareigendur greiði kostnaðinn við matið. Meiri hl. n. lítur þannig á, að það beri að tryggja það í upphafi, að svo verði að fullu. Meiri hl. n. álitur, að 20 aurar af hverri útfluttri tunnu sé tæplega nóg, og því flytur n. brtt., þar sem lagt er til, að þetta hækki upp í 23 aura á tunnu.

Sumir menn líta kannske þannig á, að ekki sé ástæða til að íþyngja síldarútveginum með gjöldum. En ég hefi þá trú á matinu, að það verði síldareigendum og síldarútflytjendum að svo miklum notum, að það gefi þeim miklu meiri tekjur af framleiðslunni. Þess vegna tel ég það sanngjarnt, að þeir kosti það. Ég verð að segja, að þeir menn hafa ekki mikla trú á matinu, sem halda, að það verði þeim ekki meira virði en 25 aurar á hverri tunnu. Ég þykist líka sannfærður um, að verðhækkunin á þessari vöru verður meiri heldur en sem því svarar, ef þetta frv. verður að l.

Ég skal geta þess, að til tals kom í n. að breyta 3. gr. frv. meira heldur en meiri hl. n. fer fram á. Það kom til tals að setja inn í 3. gr. föst laun matsstjóra. Um þetta varð þó ekki nein föst niðurstaða, en það er vel hugsanlegt, að það komi frá elnstökum nm. eða n. í heild till. þess efnis. Þó þetta sé ekki stórt atriði. þá má vel svo fara, að n. þyki rétt að gera þessa breyt.

Að öðru leyti hefi ég ekki fyrir n. hönd neitt frekar um þetta frv. að segja. Ég vænti þess, að hv. d. líti á þetta mál elns og sjútvn. gerir óskipt, að það beri nauðsyn til að lögfesta mat á þessum tegundum saltsíldar. Ég geri líka ráð fyrir, að um þá litlu brtt., sem meiri hl. n. flytur, geti ekki heldur orðið sá ágreiningur, að hún þurfi að tefja framgang þessa máls.