12.04.1938
Sameinað þing: 20. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í B-deild Alþingistíðinda. (49)

1. mál, fjárlög 1939

Pálmi Hannesson:

Ég skal ekki svara hv. þm. A.-Húnv. miklu, enda kom hann sannast að segja ekki mikið inn á mitt mál. En til þess að fá sér fjöður. talaði hann um mín eigin laun, og er honum velkomið að ræða þau hvar sem er. Og hvað viðvíkur þessari veiðimálanefnd, sem hann var að tala um, þá vildi ég gjarnan losna við hana. Mig langar ekkert til þess að vera í henni. En hitt stendur fast a. m. k. eftir ræðu hv. þm., sem ég sagði um launakjör í Menntaskólanum og yfirleitt. Og gæti ég nefnt mörg fleiri svipuð dæmi, en við þessa umr. gefst ekki tóm til þess og verður því að bíða til 3. umr.