12.04.1938
Sameinað þing: 20. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í B-deild Alþingistíðinda. (50)

1. mál, fjárlög 1939

Jóhann Jósefsson:

Ég á hér eina brtt. á þskj. 242, um það, að ríkisstj. heimilist að ábyrgjast 150 þús. kr. lán fyrir Vestmannaeyjahöfn, enda sé lánið tekið innanlands. Þessi fyrirhugaða lántaka stendur í sambandi við hafnarframkvæmdir, sem lýst var að nokkru á síðasta alþ. og ég ekki tel þörf á að endurtaka. — Að öðru leyti hefir vitamálastjóra verið gefin skýrsla um þetta og einnig hæstv. fjmrh., sem ég geri ráð fyrir, að taki einhverja afstöðu til þessa máls.