20.04.1938
Neðri deild: 50. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í B-deild Alþingistíðinda. (501)

58. mál, mat á matjessíld og skozkverkaðri síld

*Ísleifur Högnason:

Ég á eina brtt. við þetta frv. viðvíkjandi sektarákvæðinu. Samkv. frv. var ákveðin 500 kr. sekt og mest 2000 kr., en brtt. mín fer fram á, að þetta verði hækkað upp í 20000 kr.

Það gefur að skilja, að þar sem um svo stóra útflutningsvöru er að ræða eins og síldina, þá getur það beinlínis verið gróðafyrirtæki fyrir menn að senda út síld undir röngu mati. Þess vegna álít ég þetta 2000 kr. sektarákvæði hlægilega lágt og einskis nýtt. Ég talaði um þetta við 2. umr. og þarf þess vegna ekki að fjölyrða um það nú, en ég vona, að hv. þdm. sjái, að 2000 kr. sektarákvæði við brot á l. er sama og einskis virði.