20.04.1938
Efri deild: 50. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 495 í B-deild Alþingistíðinda. (556)

73. mál, hrafntinna

*Frsm. meiri hl. (Bjarni Snæbjörnsson) Það hefir orðið samkomulag um það í n. eftir 2. umr., að gjaldinu, sem leyfishafar ættu að greiða í ríkissjóð, skyldi breyta á þann hátt, að gjaldið sé ekki bundið við 5 kr., eins og er í frv., heldur megi hækka það upp í 50 kr. af hverri smálest. Það er í þeim tilgangi gert, að ef það kæmi í ljós, að um gróða yrði að ræða, kæmi eitthvert gjald í ríkissjóðinn, en ef kostnaður verðum mjög mikill við markaðsleit og annað, þá yrði gjaldið þeim mun minna. Þetta varð að samkomulagi í n., og meining hv. þm. S.-Þ. var, að hans till. kæmi ekki til atkv., þegar þessi till. væri fram komin frá iðnn.