15.03.1938
Efri deild: 22. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 496 í B-deild Alþingistíðinda. (562)

62. mál, bæjarstjórn á Siglufirði

*Flm. (Erlendur Þorsteinsson):

Ég þarf ekki að fylgja þessu frv. úr hlaði með löngum formála, en það fer ekki fram á annað en að bæjarstjórn Siglufjarðar fái heimild til að velja sér bæjarstjóra. Siglufjörður er eini kaupstaðurinn, sem ekki hefir þessa heimild. Eins og grg. ber með sér, er það núv. oddviti, sem óskar eftir að vera laus við það starf. Einnig má geta þess, að gamla bæjarstjórnin hafði samþ. að láta fara fram allsherjar atkvgr. um málið. Þessi atkvgr. fór þannig, að af 1327 voru 671, sem sögðu já, 419, sem sögðu nei, og 238 skiluðu auðu og ógildu. Hefir því komið í ljós, að meiri hl. íbúa Siglufjarðar vili, að heimildin fáist, enda virðist það sjáifsagt, þar sem aðrir kaupstaðir hafa fengið þessa heimild. Ég vil að lokum mælast til, að frv. verði vísað til allshn. að þessari umr. lokinni.