20.04.1938
Neðri deild: 50. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 498 í B-deild Alþingistíðinda. (572)

62. mál, bæjarstjórn á Siglufirði

*Einar Olgeirsson:

Mig langar til í sambandi við þessa brtt., sem hér liggur fyrir frá allshn. við þetta frv., að gera nokkrar fyrirspurnir til þeirrar hv. n. Það er tekið fram í brtt., við 1. gr., að í bæjarstjórn séu kjörnir bæjarfulltrúar og bæjarfógeti. og sé hann oddviti hennar. Ég sé ekki annað, ef þetta á að standa svona, en að það sé verið að lögfesta það, að bæjarfógeti sé áfram löglegur meðlimur bæjarstjórnar, sem virðist vera alveg óeðlilegt. Það er reglan nú, að það séu eingöngu hinir kjörnu bæjarfulltrúar, sem eigi sæti í bæjarstjórnum, og svo ef bæjarstjóri er kosinn í kaupstaðnum, að hann eigi sæti í bæjarstjórn með tillögurétti og málfrelsi, en án atkvæðisréttar. En ef heimild þessarar væntanlegu lagasetningar verður notuð á Siglufirði og kosinn verður þar bæjarstjóri, þá virðist mér, eftir orðalagi brtt., sem ég gat um, að eftir að búið væri að kjósa bæjarstjóra, þá ætti bæjarstjórinn samt sem áður sæti í bæjarstjórn með sama rétti sem hver annar bæjarfulltrúi. — Mig langar til að fá skýringu á þessu, hvort þetta er rétt skilið hjá mér.

Ég er með því, að frv. nái fram að ganga í sinni upphaflegu mynd. En mér virðist brtt. þessar frekar til þess að rugla.