20.04.1938
Neðri deild: 50. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 498 í B-deild Alþingistíðinda. (573)

62. mál, bæjarstjórn á Siglufirði

*Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Þetta er misskilningur hjá hv. 5. þm. Reykv., af þeirri ástæðu, að bæjarstjóri er ekki meðlimur í bæjarstjórn með atkvæðisrétti eftir þessari brtt. án þess að vera kjörinn bæjarfulltrúi. Um þetta atriði skera úr I. um sveitarstjórnarkosningar. Bæjarstjórinn hefir samkvæmt þeim engan atkvæðisrétt í bæjarstjórn án þess að vera kjörinn bæjarfulltrúi. Þetta er í brtt. í fullu samræmi við heimild fyrir bæjarstjórn Ísafjarðar til þess að velja sér bæjarstjóra þar.