20.04.1938
Neðri deild: 50. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 498 í B-deild Alþingistíðinda. (575)

62. mál, bæjarstjórn á Siglufirði

*Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Ég tek það fram aftur. sem ég tók fram áðan, að í sveitarstjórnarl. er það beint tekið fram, að bæjarstjórar hafi ekki atkvæðisrétt. Það gildir almennt um alla bæjarstjóra.

Ég get fallizt á það með hv. 5. þm. Reykv., að það hefði kannske mátt orða þetta ofurlítið öðruvísi en gert er í brtt. Held ég, að þetta, að óbreyttu orðalagi, geti þó ekki valdið misskilningi. Enda hygg ég, að þetta sé eins orðað eins og t. d. í l. um bæjarstjóra á Ísafirði, nr. 41 7. maí 1928. Orðalagið á brtt. var a. m. k. sniðið eftir því orðalagi.

það er sjálfsagt hægt að athuga þetta betur við 3. umr., þó hygg ég sem sagt, að þetta geti ekki valdið misskilningi.