09.03.1938
Efri deild: 18. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 502 í B-deild Alþingistíðinda. (588)

51. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Mér skildist á hv. 1. þm. Reykv., að hann væri óánægður með, að frv. þetta skyldi ekki vera flutt af stj. Þó að frv. sé ekki flutt af stj., þá er það samt flutt að tilhlutun hennar, og þetta getur hv. þm. séð með því að lesa grg. þess. Það var upphaflega til ætlazt, að einn maður úr hverjum flokki. sem sæti ætti í utanríkismn., flytti frv., en sakir þess. að ekki eiga sæti hér í d. nema 2 menn úr nefndinni, var það ráð tekið að bæta einum flm. við utan n., og varð því fyrir valinu maður úr þeim flokki, sem engan fulltrúa átti í n., sem sæti á hér.