28.02.1938
Neðri deild: 10. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í B-deild Alþingistíðinda. (607)

25. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Flm. (Bjarni Bjarnason):

Ég gat þess aðeins, að ég hefði heyrt á einstökum nefndarmönnum, að þeim hefði þótt ýmislegt að frv. En þar sem ég treysti hv. landbn. til að sýna meiri rögg af sér nú en á síðasta þingi og koma málinu fram, endurtek ég þá ósk mína, að máli þessu verði vísað til þeirrar n. Ég hefi ekki ástæðu til að ámæla hv. þm. Mýr. í þessu efni, þar sem hann gerðist meðflm. að frv. — Treysti ég hv. landbn. til að afgr. þetta mál fljótt og vel.