23.03.1938
Neðri deild: 32. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 531 í B-deild Alþingistíðinda. (631)

25. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

*Finnur Jónsson:

Ég verð að segja það, að mér fannst röksemdafærsla hv. þm. A. Húnv. fyrir því, að ekki mætti breyta fyrirsögn frv., dálítið einkennileg. Blönduósskóli stæði í kauptúni, og því mætti fyrirsögn frv. ekki vera um húsmæðrafræðslu í sveitum. Ég var ekki ánægður með hans undirtektir um styrk til húsmæðrafræðslu í kaupstöðum. Það, sem hv. þm. Mýr. lofaði, tók hv. þm. A.- Húnv. aftur. Ef ekki verður breyt. á þessari yfirlýsingu, er full ástæða fyrir þm. kaupstaðanna að vera vakandi fyrir rétti þeirra, þegar málið kemur fyrir Ed.

Hv. þm. A.- Húnv. sagði, að styrkur í kaupatöðum þyrfti ekki að vera eins hár á nemanda og í sveitum, því að þar gætu nemendurnir verið þeima hjá sér. En ef um heimavistarskóla er að ræða, þá gildir þetta ekki, og heimavistarskólar hljóta þessir skólar yfirleitt að verða, meðan ekki eru komnir kvennaskólar í alla kaupstaði landsins. Vil ég mælast til þess við hv. þm. A.- Húnv., að hann athugi þetta.