25.04.1938
Efri deild: 53. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 549 í B-deild Alþingistíðinda. (657)

25. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Guðrún Lárusdóttir:

Það er aðeins út af því, sem hv. frsm. sagði um brtt. mínar. Hann kom einmitt sjálfur með sönnun fyrir réttmæti þess­arar brtt., þar sem hann var að tala um mis­mun á kaupi karla og kvenna. Annars get ég í sambandi við brtt. mína tekið það fram, að ég vildi gjarnan sýna þá tilhliðrunarsemi að taka brtt. mína aftur til 3. umr. og fá hana rædda nánar í n. En viðvíkjandi síðari brtt., þá verður það sjálfsagt alltaf álitamál, sem tæplega verður útkljáð á einum þingfundi, hvar slíkur skóli eigi að standa. Ég held því fram, að það væri heppilegri staður fyrir hann hér í Reykjavík heldur en upp í sveit. Það má t. d. benda á, að ef skólinn yrði upp í sveit, þá legðist ekki lít­ill kostnaður á allt það, sem flytja þyrfti til skólans, og það er hreint ekki svo lítið, sem flytja þarf til slíks skóla. Þetta er kannske ekk­ert atriði, en það er annað, sem ég álít vera til stuðnings því, að skólinn verði hafður í Reykja­vík, og það eru þau skilyrði, sem hér eru fyrir hendi. Á ég þar við ýmsar stofnanir, eins og t. d. rannsóknarstofu háskólans o. m. fl. Ég geri ráð fyrir, að í þessum skóla yrði kennd efna­fræði, og væri þá mjög þægilegt að vera í nám­unda við slíka rannsóknarstofu, svo að eitt dæmi sé tekið.