25.04.1938
Efri deild: 53. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 550 í B-deild Alþingistíðinda. (658)

25. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

*Frsm. (Jónas Jónsson):

Út af fyrirspurn viðvíkjandi Staðarfelli vildi ég í samráði við fyrirspyrjandann óska eftir, að ég þyrfti ekki að svara henni fyrr en við 3. umr., vegna þess að ég vildi bera mig saman um þetta við hæstv. ríkisstj. og e. t. v. fleiri. Mér skildist hv. 2. landsk. vera til með að taka fyrri brtt. sína aftur til 3. umr. Ég vil hinsvegar mælast til, að síðari brtt. á sama þskj. verði felld.