19.03.1938
Neðri deild: 29. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í B-deild Alþingistíðinda. (669)

12. mál, skemmtanaskattur

*Héðinn Valdimarsson:

Ég ætla að lýsa því yfir. að ég ætla að koma með brtt. við 3. umr. málsins viðvíkjandi skemmtanaskafti verklýðsfélaganna yfirleitt.

Ég veit ekki, hvort hv. dm. er það kunnugt, hvernig skemmtanaskatturinn verkar á alla félagsstarfsemi verkalýðsins. Það er þannig, að það er svo að segja ómögulegt fyrir verkamannafélögin að halda nokkra skemmtun, án þess að tap verði á skemmtuninni, nema hvert sæti sé fullskipað í húsinu.

Þeir, sem fylgjast með verklýðsstarfseminni, vita, að þar er ekki eingöngu um kaupgjaldsþrætur að ræða, því að innan verklýðsfélaganna eru oft haldnar skemmtanir, sem hafa mikla menningarlega þýðingu, sem verkamenn eiga erfitt með að veita sér á annan hátt. Að leggja skatt á þessar ódýru skemmtanir fólksins finnst mér ekki ná nokkurri átt. Ég mun því leggja til í þeirri brtt., sem ég ætla að flytja, að þessar skemmtanir verði skattfrjálsar, með því skilyrði, að ágóðinn, ef einhver verður, renni til styrktarsjóða verkalýðsfélaganna.