19.03.1938
Neðri deild: 29. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í B-deild Alþingistíðinda. (676)

12. mál, skemmtanaskattur

*Héðinn Valdimarsson:

Ég lýsi yfir, að mér þykir vænt um, að hæstv. fjmrh. er að endurskoða reglugerðina viðvíkjandi skemmtanaskattinum. Ég vil aðeins benda honum á, að fyrir utan það, sem hann talaði um, eru önnur ákvæði, t. d. að nú eru félög skyld til að hafa lögreglumann á launum, meðan á skemmtun stendur, sem munar töluverðu fyrir félög í bænum. Yfirleitt var þessi skemmtanaskattur áður mjög þungbær, og er nú að verða alveg óbærilegur.