29.03.1938
Efri deild: 36. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 585 í B-deild Alþingistíðinda. (739)

82. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

*Magnús Jónsson:

Það eru aðeins örfá orð. Það var einmitt þetta, sem ég vildi fá fram, að 4. gr. miðar að því, sem mér datt í hug, að reyna að leysa þennan ágreining, sem orðið hefir um Reykjavík í þessum efnum, og það fer fjarri því, að ég sé að hreyfa þessari aths. af því, að ég sé út af fyrir sig nokkuð ánægður með það ástand, ef að þessu yrði hrapað og Reykjavík fengi ekki enn reglulega staðfestan skipulagsuppdrátt, en þar sem málið fer í aðra n. en ég á sæti í, vil ég óska þess, að n. sjái um, að borgarstjóra eða hans fulltrúa gefist kostur á að ræða málið við n., því að ég þykist vita, að það sé hægt að komast að niðurstöðu í þessu máli.