07.04.1938
Efri deild: 43. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 616 í B-deild Alþingistíðinda. (779)

63. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Frsm. minni hl. (Erlendur Þorsteinsson):

Það var þegar sýnt við atkvgr. um frv. þetta við 2. umr., að það á að ná fram að ganga. En eigi að síður hefi ég leyft mér að bera fram brtt. við það um að framlengja lögin aðeins til eins árs, eins og gert er með ýms tekjuöflunarfrv. ríkissjóðs. Út af þeim staðhæfingum, sem færðar hafa verið fram með frv., að Vestmannaeyjakaupstaður fengi ekkert fé úr jöfnunarsjóði bæjar- og sveitarfélaga, sökum þess, hve fasteignamatið væri hátt þar, vil ég benda á, að bráðlega verður önnur skipun á um úthlutun úr jöfnunarsjóði bæjar- og sveitarfélaga en verið hefir; á ég þar við ákvæði tryggingarlaganna, sem snerta þessi mál.